

Fyrsta ár Arnars Gunnlaugssonar í starfi er á enda en íslenska landsliðið spilaði tíu leiki undir hans stjórn á þessu ári, þrír af þeim unnust.
Arnar vann tvo sigra á Aserbaídsjan og einn sigur á Skotum í æfingaleik. Í átta keppnisleikjum vann Arnar tvo af þeim. Íslenska liðið tapaði tvisvar gegn Kosóvó, tvisvar gegn Úkraínu og einu sinni gegn Frakklandi og Norður-Írlandi. Liðið gerði eitt jafntefli í þessum tíu leikjum á árinu og það kom gegn Frakklandi.
Arnar er með 30 prósent sigurhlutfall í starfinu en á næsta ári mun liðið leika æfingaleiki og spila í Þjóðadeildinni. Kjörið tækifæri til þess að sækja sigra.
Arnar tók við liðinu af Age Hareide en Ísland keppti 20 leiki undir stjórn Hareide og vann 38 prósent þeirra.
Arnar Þór Viðarsson var með 19,4 prósent sigurhlutfall í starfi. Hann stýrði liðinu í 31 leik en sex þeirra unnust.
Arnar Þór tók við landsliðinu af Erik Hamren en Hamren vann 41,1 prósent leikja í starfi. Hamren hafði teki við af Heimi Hallgrímssyni en Heimir var með 52,6 prósent sigurhlutfall. Þar á undan var Lars Lagerback með liðið en hann var með slétt 50 prósent sigurhlutfall.