fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Stríð blasir við í enska boltanum verði þetta samþykkt á föstudag

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. nóvember 2025 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjár stærstu umboðsskrifstofur knattspyrnunnar hafa varað enska úrvalsdeildin við og segjast munu stefna henni fyrir dómstóla ef deildin samþykkir umdeilt launaþak sem á að greiða atkvæði um á föstudag.

Úrvalsdeildarfélögin munu þá kjósa um svokallað „anchoring“-kerfi sem gæti tekið gildi strax á næstu leiktíð. Það myndi takmarka útgjöld hvers félags við verðlaunaféð og sjónvarpstekjurnar sem liðið sem endar neðst í deildinni fær greitt. Samkvæmt tölum frá síðustu leiktíð væri hámarkið um 550 milljónir punda.

Daily Mail hefur áður greint frá því að leikmannasamtökin, PFA, séu þegar reiðubúin að fara í mál vegna hugmyndarinnar. Nú hafa umboðsriserarnir CAA Stellar, CAA Base og Wasserman sameinast um að senda úrvalsdeildinni formlega yfirlýsingu, í gegnum þekkt lögmannsstofu í London, þar sem þeir styðja afstöðu PFA, telja að nýja kerfið brjóti í bága við samkeppnislög og hóta sjálfir lögsókn verði launaþakið samþykkt.

Bæði Manchester-félögin eru mótfallin kerfinu og telja það geta skaðað ensku úrvalsdeildina með því að ýta leikmönnum í átt til annarra Evrópulanda. Þá óttast þau einnig ringulreið ef sambærilegt kerfi yrði tekið upp í Championship.

PFA mun í vikunni funda með fyrirliðum allra 20 félaga og sumir telja að enski boltinn standi á barmi borgarastríðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á flugvellinum í Dublin eftir ótrúlegt afrek Heimis og félaga

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á flugvellinum í Dublin eftir ótrúlegt afrek Heimis og félaga
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ferguson ánægður með stöðu mála á Old Trafford – Nefnir sérstaklega einn leikmann

Ferguson ánægður með stöðu mála á Old Trafford – Nefnir sérstaklega einn leikmann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Isak opnar sig um dapra byrjun hjá Liverpool

Isak opnar sig um dapra byrjun hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Knattspyrnugoðsögnin snýr sér að annarri íþrótt eftir að hafa slegið í gegn í langhlaupum

Knattspyrnugoðsögnin snýr sér að annarri íþrótt eftir að hafa slegið í gegn í langhlaupum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool