
Barcelona mun loks spila á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina í La Liga.
Börsungar hafa ekki spilað á Nývangi síðan vorið 2023 og því rúmlega tvö heil tímabil liðið síðan.
Það mun breytast á laugardag, þegar Athletic Bilbao kemur í heimsókn í deildinni.
Nýi leikvangurinn ber nafnið Spotify Camp Nou, en streymisveitan er aðalstyrktaraðili Barcelona.