

Stjarnan og Steven Caulker hafa náð samkomulagi um að ljúka samstarfi. Stjarnan og Caulker hafa komist að samkomulagi um að slíta samningi hans við félagið, bæði sem leikmaður og þjálfari.
Caulker gekk til liðs við Stjörnuna í byrjun júní og hafði strax veruleg áhrif á liðið. Koma hans var stór þáttur í því að liðið tók við sér á lokasprettinum og tryggði sér að lokum Evrópusæti.
„Á skömmum tíma hafði Caulker jákvæð og fagleg áhrif á leikmenn bæði innan sem utan vallar. Hann er einn þekktasti leikmaður sem hefur spilað á Íslandi og hefur reynsla hans og nærvera verið liðinu dýrmæt. Stjarnan þakkar Steven Caulker innilega fyrir framlag hans og óskar honum velfarnaðar í komandi verkefnum,“ segir á vef Stjörnunnar.
Caulker er fyrrum leikmaður Tottenham, Liverpool og fleiri liða.