

Kári Árnason telur að Arnar Gunnlaugsson hafi gert stór mistök með því að velja Gylfa Þór Sigurðsson ekki í verkefnið sem var að klárast.
Gylfi hefur ekki komist í hóp eftir að Arnar tók við landsliðinu, í kvöld var draumurinn um að komast á Heimsmeistaramótið að engu.

Íslenska liðið tapaði 2-0 gegn Úkraínu á útivelli en Kári er yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi þar sem Gylfi varð Íslandsmeistari í haust.
„Ég hefði alltaf valið Gylfa sig, hefði vantað mark hefði verið gott að setja hann inná,“ sagði Kári á Sýn Sport eftir tapið gegn Úkraínu.
„Af hverju er hann ekki með? Hann var frábær undir lok tímabilsins, hleyptur mest í Bestu deildinni og getur leyst þetta djúpa hlutverk mjög vel. Það gæti leyft Hákoni að fara framar, Gylfi er vanur að draga vagninn.“

Margir hafa kallað eftir því að Arnar velji Gylfa en miðað við ákvarðanir hans undanfarið er mjög ólíklegt að það gerist.
„Talandi um nostalgíu. Það væri gaman að Jóa hafi lagt upp leiknum gegn Aserbaídsjan og Gylfi skorað tvö eins og hann gerði þegar við unnum Úkraínu heima í aðdraganda HM,“ sagði Kári.