fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 16. nóvember 2025 18:53

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið er ekki á leið í umspill um laust sæti á HM eftir tap gegn Úkraínu á útivelli í dag. Oleksandr Zubkov kom liðinu yfir og annað mark Úkraínu kom í uppbótartíma.

Íslenska liðið var með ágætis stjórn á leiknum í fyrri hálfleik en í þeim síðari var liðið meira og minna í vörn.

Heimamenn í Úkraínu fengu sín færi en íslenska liðið varðist vel, íslenska liðið fékk einnig ágætis færi en markvörður Úkraínu varði vel.

Það var svo á 83. mínútu sem Oleksandr Zubkov skoraði eftir horn, boltinn rataði á fjærstöng þar sem menn voru sofandi og Zubkov stangaði boltann í netið.

Íslenska liðið reyndi að sækja jafnteflið en Oleksii Hutsuliak kom liðinu í 2-0 í uppbótartíma og íslenska liðið slegið niður.

Íslenska liðið endar í þriðja sæti riðilsins en liðið vann Aserbaídsjan í tvígang í riðlinum og gerði eitt jafntefli við Frakkland, liðið tapaði í tvígang gegn Úkraínu og fara þeir því í umspilið.

Elías Rafn Ólafsson – 7
Þokkalega öruggur í öllum sínum aðgerðum. Varði svo stórkostlega í tvígang þegar lítið var eftir af leiknum.

Guðlaugur Victor Pálsson – 6
Flottur leikur hjá Gulla en líkt og aðrir í vörninni fékk hann góða hjálp frá Sverri

Sverrir Ingi Ingason – 8
Besti maður vallarins, þvílík frammistaða. Þegar samherjar hans gerðu mistök mætti Sverrir og þreif upp eftir þá.

Hörður Björgvin Magnússon – 5
Ágætur leikur, nokkur „shaky“ augnablik og virtist gleyma sér í markinu sem Úkraína skoraði. Var að spila sinn fyrsta alvöru landsleik í meira en tvö ár.

Mikael Egill Ellertsson – 6
Virkilega flottur leikur en var illa áttaður þegar Úkraína skoraði.

Jón Dagur Þorsteinsson – 6
Nýtist liðinu minna úti hægra megin en hann gerir á vinstri kantinum. Duglegur og gerði margt gott

Ísak Begmann Jóhannesson – 6
Flottur leikur, braut einu sinni virkilega vel fyrir liðið í fyrri hálfleik þegar liðið var illa skipulagt og Úkraína á leið í upphlaup

Hákon Arnar Haraldsson – 6
Stjórnar leiknum og gerði það vel í fyrri hálfleik, við vorum meira og minni í vörn í þeim seinni.

Albert Guðmundsson – 6
Duglegur en komst ekki oft í þær stöður þar sem hann getur náð að meiða andstæðinginn

Andri Lucas Guðjohnsen – 6
Dugnaður en úr litlu að moða.

Brynjólfur Willumsson (´65) – 5
Dugnaður en úr litlu að moða.

Varamenn:

Jóhann Berg Guðmundsson (´65) – 6
Kom inn og varðist vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fullyrða að Amorim hafi öðlast virðingu leikmanna United með þessu – Gjörsamlega sturlaðist

Fullyrða að Amorim hafi öðlast virðingu leikmanna United með þessu – Gjörsamlega sturlaðist
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Í gær

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“
433Sport
Í gær

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“
433Sport
Í gær

Wayne Rooney með ráð til Jack Grealish

Wayne Rooney með ráð til Jack Grealish
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?