fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Arnar varar menn við eftir leik – „Hefði verið dauðadómur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 19:22

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari gat leyft sér að vera sáttur eftir 0-2 sigur á Aserbaísjan í undankeppni HM í kvöld. Leikurinn var þó ekki fullkominn að hans mati.

Ísland leiddi 0-2 í hálfleik eftir mörk Alberts Guðmundssonar og Sverris Inga Ingasonar. Dugðu þau til og það verður því úrslitaleikur gegn Úkraínu um umspilssæti á sunnudag.

„Mér líður mjög vel. Þetta var erfiður leikur. Fyrri hálfeikur var fagmannlegur og vel spilaður. Ég hafði það á tilfinningunni í seinni hálfleik að menn vildu ekki meiðast og voru bara í 95 prósent. Það munar bara um það í alþjóðlegum fótbolta. Þeir (Aserar) gáfu allt í seinni hálfleikinn. Við vorum aðeins og værukærir, sem hefði verið dauðadómur á sunnudag,“ sagði Arnar við Sýn eftir leik.

„Þetta var ekki fullkominn leikur en tökum það góða úr fyrri hálfleik með okkur. Við skorum tvö mörk og erum markahæsta liðið í þessum riðli. Það sýnir okkur að ef varnarleikurinn er sterkur er alltaf möguleiki á að ná í góð úrslit.“

Úkraína mætir Frökkum í kvöld. Tapi liðið dugir Íslandi stig gegn þeim í Póllandi á sunnudag. Arnar og strákarnir ætla sér að horfa á leikinn í kvöld þó klukkan sé að ganga miðnætti í Bakú.

„Það er ekki hægt að sofna eftir svon aleik. Adrenalínið er á fullu og þetta verður spennandi á eftir. Frakkarnir ná vonandi að klára verkefnið fyrir okkur, við kláruðum okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lögsækja Manchester United vegna starfsmanns sem sakaður er um barnaníð

Lögsækja Manchester United vegna starfsmanns sem sakaður er um barnaníð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Farnir að nota skó sem eiga að gera kraftaverk fyrir heilann á þér

Farnir að nota skó sem eiga að gera kraftaverk fyrir heilann á þér
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Í gær

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum
433Sport
Í gær

Sér ekki eftir að hafa hleypt Messi burt og útilokar endurkomu

Sér ekki eftir að hafa hleypt Messi burt og útilokar endurkomu