

Andreas Schjelderup, leikmaður Benfica og norskur U21-landsliðsmaður, hefur viðurkennt að hann búist við dómi eftir að hafa deilt ólöglegu myndbandi sem innihélt ólögráða einstaklinga.
Atvikið átti sér stað fyrir tveimur árum þegar Schjelderup, þá 19 ára, var á láni hjá FC Nordsjælland í Danmörku. Málið verður tekið fyrir í dönskum dómstóli 19. nóvember og leikmaðurinn á von á skilorðsbundnum dómi.
Í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlum segir Schjelderup að hann vilji taka ábyrgð á gjörðum sínum.
„Ég vil vera heiðarlegur um mjög heimskulega mistök sem ég gerði fyrir rúmum tveimur árum. Ég var 19 ára og nú þarf ég að horfast í augu við afleiðingarnar,“ skrifaði hann.
Benfica hefur ekki gefið út formlega yfirlýsingu um stöðu leikmannsins hjá félaginu á meðan ferlið stendur yfir.