

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Romário og 22 ára gamli háskólaneminn Alicya Gomes hafa slitið sambandi sínu, en 37 ára aldursmunur var á parinu.
Fyrrverandi markahrókurinn og stjórnmálamaðurinn byrjaði með Alicyu síðasta haust, stuttu eftir að hafa hætt með áhrifavaldinum Marcelle Ceolin, sem var 25 árum yngri en hann.

Nú hafa þau hætt að fylgjast hvort með öðru á samfélagsmiðlum og brasilískir fjölmiðlar fullyrða að Romário hafi þegar fundið sér nýja konu. Hann var nefnilega sjáanlegur með ljóshærðri konu á plötuútgáfuhófi í Ríó, þar sem þau virtust náin.
Romário og Alicya kynntust í kosningabaráttu og voru fyrst ljósmynduð saman á Rock in Rio í fyrra.
Romário, sem á sex börn, hefur opinberlega sagt að mikið kynlíf hafi hjálpað honum að spila betur og jafnvel að hann hafi sofið hjá eiginkonu sinni rétt fyrir leiki á sínum tíma. Hann er því opinn með þessa hluti.