
U17 ára landslið kvenna mætir Slóveníu á morgun í seinni leik sínum í fyrri umferð undankeppni EM 2026.
Ísland vann 6-2 sigur á Færeyjum á laugardag á meðan Slóvenía vann Færeyjar 3-0 á miðvikudaginn.
Anika Jóna Jónsdóttir skoraði tvö mörk á laugardag og þær Elísa Birta Káradóttir, Bríet Fjóla Bjarnadóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir sitt markið hver. Eitt mark var sjálfsmark Færeyja.
Það lið sem endar í efsta sæti riðilsins fer upp í A-deild fyrir seinni umferð undankeppninnar og því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða.
Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Youtube-rás slóvenska knattspyrnusambandsins og hefst hann kl. 11:00 að íslenskum tíma.