fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 10. nóvember 2025 22:00

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

U17 ára landslið kvenna mætir Slóveníu á morgun í seinni leik sínum í fyrri umferð undankeppni EM 2026.

Ísland vann 6-2 sigur á Færeyjum á laugardag á meðan Slóvenía vann Færeyjar 3-0 á miðvikudaginn.

Anika Jóna Jónsdóttir skoraði tvö mörk á laugardag og þær Elísa Birta Káradóttir, Bríet Fjóla Bjarnadóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir sitt markið hver. Eitt mark var sjálfsmark Færeyja.

Það lið sem endar í efsta sæti riðilsins fer upp í A-deild fyrir seinni umferð undankeppninnar og því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Youtube-rás slóvenska knattspyrnusambandsins og hefst hann kl. 11:00 að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Með 14 milljónir á viku en þarf að dúsa á þessu hóteli næstu daga – Sjáðu myndbandið

Með 14 milljónir á viku en þarf að dúsa á þessu hóteli næstu daga – Sjáðu myndbandið