

Stjórn knattspyrnudeildar Vals hefur sagt upp samningi við Marius Lundemo leikmann félagsins.
Samningurinn sem gildir út árið 2026 var með uppsagnarákvæði eftir þetta tímabil sem félagið ákvað að nýta sér.
Marius gekk til liðs við Val fyrir tímabilið og lék alls 17 leiki í deild og 3 leiki í bikar.