fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“

433
Laugardaginn 1. nóvember 2025 12:30

Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs Fram, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni hér á 433.is.

Fram náði flottum árangri í sumar, fór inn í efri hluta Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu og hafnaði að lokum í 5. sæti, fjórum sætum ofar en í fyrra. Rúnar segir mikinn mun á að leika í efri og neðri hlutanum og að það hafi gert mikið fyrir liðið.

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt. Ef þú ert í neðri hlutanum ertu í botnbaráttu í einhvern tíma, þangað til þú ert búinn að bjarga þér. Og við björguðum okkur í fyrstu umferð í fyrra. Í ár erum við í efri hlutanum og það er mikil áskorun fyrir mína leikmenn.“

Rúnar og hans menn sáu það sem verðuga áskorun að máta sig við Bestu lið landsins í efri hlutanum.

„Það var mikið ánægjuefni því þá gátum við lagt þetta upp þannig að við gætum séð hvernig við erum gegn bestu liðum landsins, sem allir telja að séu betri en við og einhver eru. Þetta var prófsteinn fyrir okkur að sjá hvar við stæðum. Við vitum að við getum strítt þessum liðum og gert góða hluti. En við vitum að við þurfum að bæta okkur. Við munum reyna að bæta eitthvað í, en það gera það öll lið.“

Viðtalið í heild er í þættinum, sem má nálgast í spilaranum hér ofar, sem og á helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ömurlegt atvik vekur óhug – Hjúkrunarfræðinemi höfuðkúpubrotinn eftir árás

Ömurlegt atvik vekur óhug – Hjúkrunarfræðinemi höfuðkúpubrotinn eftir árás
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gæti tekið þátt um helgina

Gæti tekið þátt um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kemur í ljós á þriðjudag hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM

Kemur í ljós á þriðjudag hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM