

John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea, lét Tottenham heyra það hressilega eftir að Jamie O’Hara hélt því fram að Norður-Lundúnarliðið væri sögulega stærra félag en Chelsea.
Í viðtali á talkSPORT skaut Terry föstum skotum á Tottenham og bikaraskæap þeirra, en félag fékk sinn fyrsta bikar í 17 ár þegar liðið vann Evrópudeildina á síðasta tímabili.
„Hvað í ósköpunum er O’Hara að tala um?“ sagði Terry.
. „Að nota orðin ‘Spurs’ og ‘alþjóðlegt’ í sömu setningu ætti aldrei að gerast. Þeir eru enn að halda undirbúningsleiki í Norður-Lundúnum!“
Terry bætti kaldhæðnislega við: „Tottenham bauð mér á leikinn á laugardag. Hann hefst 17:30, þeir sögðu mér að mæta 17:29 svo þeir gætu sýnt mér bikaraskápinn og samt látið mig vera kominn í sætið mitt fyrir upphafsspark.“
Grannaslagur Chelsea og Tottenham fer fram á laugardagskvöld á heimavelli Tottenham.