

Pep Guardiola segir enska úrvalsdeildin hafa endurheimt jafnvægið eftir ár þar sem Manchester City og Liverpool hafi verið ofan við öll önnur lið.
City hefur unnið sex af síðustu átta titlum en er nú sex stigum á eftir toppliði Arsenal fyrir leikinn gegn Bournemouth á sunnudag.
Guardiola, sem er mikill körfuboltaáhugamaður, líkti stöðunni við NBA-deildina þar sem sjö mismunandi lið hafa orðið meistarar á síðustu sjö árum.
„Ég man þegar ég var í München, þá heyrði ég alltaf að í Englandi væri það erfiðasta deildin, allir gætu unnið alla,“ sagði hann.
„Kannski breyttum við og Liverpool því með stöðugleika og yfir 90 stigum á hverju tímabili. Nú er úrvalsdeildin aftur orðin þannig, allir geta unnið alla. Það er gott fyrir áhorfendur og fyrir leikina sjálfa.“
„Þetta er að verða aðeins eins og NBA.“