

Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs Fram, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni hér á 433.is.
Fram náði góðum árangri á leiktíðinni, hafnaði í 5. sæti Bestu deildarinnar, sem er fjórum sætum ofar en í fyrra. Stutt er í Evrópusætin og var Rúnar spurður að því hvort markmiðið væri að horfa þangað næst.
„Ég get ekki haldið áfram í Fram og sagst vilja gera það sama og í fyrra, það vilja allir bætingu. En við þurfum að vera skynsamir í okkar nálgun, vita hvað við erum með og hvort það sé raunverulegur möguleiki. Allir setja sér markmið en það má ekki vera of hátt því þú getur tapað fyrstu fimm leikjunum og þá er það farið og þú þarft að finna nýtt. Það er kannski ekkert að því en þú vilt ræða við leikmenn og félagið um hvað er raunhæft markmið á næsta ári. Kannski sjáum við það bara þegar nær dregur móti á næsta ári en eins og staðan er erum við ekki langt frá Evrópusæti svo við getum alveg horft í að það sé eitthvað sem við viljum gera. En í fyrstu atrennu viltu komast inn í topp sex, fá kannski örlítið fleiri stig.“
Viðtalið í heild er í þættinum, sem má nálgast í spilaranum hér ofar, sem og á helstu hlaðvarpsveitum.