fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

„Ég get ekki haldið áfram og sagst vilja gera það sama og í fyrra“

433
Laugardaginn 1. nóvember 2025 16:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs Fram, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni hér á 433.is.

Fram náði góðum árangri á leiktíðinni, hafnaði í 5. sæti Bestu deildarinnar, sem er fjórum sætum ofar en í fyrra. Stutt er í Evrópusætin og var Rúnar spurður að því hvort markmiðið væri að horfa þangað næst.

„Ég get ekki haldið áfram í Fram og sagst vilja gera það sama og í fyrra, það vilja allir bætingu. En við þurfum að vera skynsamir í okkar nálgun, vita hvað við erum með og hvort það sé raunverulegur möguleiki. Allir setja sér markmið en það má ekki vera of hátt því þú getur tapað fyrstu fimm leikjunum og þá er það farið og þú þarft að finna nýtt. Það er kannski ekkert að því en þú vilt ræða við leikmenn og félagið um hvað er raunhæft markmið á næsta ári. Kannski sjáum við það bara þegar nær dregur móti á næsta ári en eins og staðan er erum við ekki langt frá Evrópusæti svo við getum alveg horft í að það sé eitthvað sem við viljum gera. En í fyrstu atrennu viltu komast inn í topp sex, fá kannski örlítið fleiri stig.“

Viðtalið í heild er í þættinum, sem má nálgast í spilaranum hér ofar, sem og á helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Í gær

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Í gær

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
433Sport
Í gær

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“
433Sport
Í gær

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar