

Cristiano Ronaldo ræddi aftur við Piers Morgan í vikunni og sagði að Manchester United gæti ekki búist við því að Ruben Amorim geri kraftaverk, auk þess sem hann efaðist um hugarfar hluta leikmannahópsins.
„Hann er að gera sitt besta,“ sagði Ronaldo.
„Hvað á hann að gera? Kraftaverk? Kraftaverk eru ómöguleg. Eins og við segjum í Portúgal, kraftaverk gerast bara í Fátima. Þú ætlar ekki að gera kraftaverk. Manchester United er með góða leikmenn, en sumir þeirra hafa ekki hugarfarið sem þarf til að skilja hvað Manchester United er.“
Amorim virtist taka undir að mistök hafi verið gerð hjá félaginu áður, en lagði áherslu á að framtíðin skipti mestu máli.
„Auðvitað veit hann (Ronaldo) að hann hefur gríðarleg áhrif með öllu sem hann segir,“ sagði Amorim. „
Við þurfum að einblína á framtíðina. Við vitum að félagið hefur gert mörg mistök í fortíðinni, en við erum að reyna að breyta því.“
„Við viljum ekki vera föst í því sem fór úrskeiðis heldur horfa á hvað við erum að gera núna. Við erum að breyta uppbyggingunni, hvernig við vinnum og hvaða kröfur við gerum til leikmanna. Við erum að bæta okkur og við verðum að halda áfram og skilja fortíðina eftir.“