fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Loka skólum fyrr í dag vegna mótmæla

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 10:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir skólar í Birmingham munu loka fyrr í dag vegna leiks Aston Villa við Maccabi Tel Aviv í Evrópudeildinni.

Leikurinn hefur verið skilgreindur sem hááhættuleikur af yfirvöldum í borginni. Aston Villa fékk fyrirmæli um að selja ekki miða til stuðningsmanna Maccabi, eftir að lögreglan lýsti yfir áhyggjum af öryggi og mögulegum mótmælum.

Meira
Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum

Um 700 lögreglumenn verða á vakt á leikdegi og búist er við mótmælum, bæði frá þeim sem eru á bandi Palestínu og Ísarel í kringum leikinn.

Samkvæmt enskum miðlum hefur nokkrum skólum verið ráðlagt að loka fyrr vegna ástandsins.

Forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer, gagnrýndi þá ákvörðun að meina stuðningsmönnum Maccabi að fá miða á leikinn og sagði hana ranga.

Maccabi Tel Aviv hefur þegar tilkynnt að félagið muni hafna öllum miðum fyrir í gestahólfið og segir öryggi stuðningsmanna sinna í forgangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Í gær

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Í gær

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands