

Það var hart barist á Leikvangi ljósins í kvöld í síðasta leik þessarar umferðir í ensku úrvalsdeildinni þegar Everton heimsótti Sunderland.
Gestirnir voru sprækir framan af leik og Iliman Ndiaye kom liðinu yfir í fyrri hálfleik með laglegu marki.
Heimamenn sem spilað hafa frábærlega eftir að hafa komið upp í deildina voru hins vegar miklu sterkari í þeim síðari.
Það skilaði marki í upphafi seinni hálfleiks þegar Granit Xhaka skoraði og jafnaði leikinn.
Heimamenn héldu áfram að banka en náðu ekki að koma boltanum í netið og 1-1 jafntefli því niðurstaðan.
Sunderland er í sjöunda sæti deildarinnar með 17 stig en Everton er í því fimmtánda með 11 stig.