

Thomas Tuchel og Roberto De Zerbi voru meðal sex þjálfara sem Manchester United hafði í sigtinu áður en félagið ákvað að ráða Ruben Amorim, samkvæmt frétt The Athletic.
United vildi upphaflega ráða mann með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni, en eftir að hafa fengið ábendingar um að Amorim væri næsti stóri þjálfari Evrópu, var tekin ný stefna.
Þetta átti sér stað í maí 2024, skömmu áður en Erik ten Hag vann FA bikarinn, en þrátt fyrir það var hann síðar látinn fara og Amorim ráðinn í nóvember.
Auk Tuchel og De Zerbi voru nöfn Mauricio Pochettino, Thomas Frank, Marco Silva og Graham Potter einnig á listanum.
Að sögn voru United farnir að eiga viðræður við þessa þjálfara, bæði í eigin persónu og í gegnum netið, á meðan óvissa ríkti um framtíð Ten Hag eftir bikarmeistaratitilinn.