fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“

433
Mánudaginn 3. nóvember 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Hreiðarsson mun þrífa vondan stimpil af karlaliði Vals í fótbolta ef Benedikt Bóas Hinriksson stuðningsmaður liðsins hefur rétt fyrir sér.

Benedikt er öllum hnútum kunnugur á Hlíðarenda, hann var leikmaður liðsins um tíma og hefur lengi starfað í sjálfboðavinnu fyrir félagið.

Hermann var ráðinn þjálfari Vals í gær en hann kemur til félagsins frá HK. „Geðveik ráðning, leikmenn meistaraflokks karla í fótbolta eru mjög óvinsælir á meðal stuðningsmanna Vals. Liðið selur færri miða en Vestri í úrslitaleik bikarsins, Hermann Hreiðarsson hefði labbað hús úr húsi,“ sagði Benedikt í útvarpsþætti Fótbolta.net um helgina.

Mikil óánægja hefur verið í kringum Val og stuðningsmenn félagsins látið í sér heyra á samfélagsmiðlum. „Hann er líka í því að þjálfa liðið, Valur er á krossgötum. Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook, það er eins og stjórn knattspyrnudeildar Vals sé með riffilinn úti að skjóta fólk. Svo er ekki.“

Benedikt telur að Hermann muni sameina liðið og stuðningsmenn. „Hemmi mun kom með sameiningu, það er það sem við þurfum. Við þurfum að losa skemmd epli og lemja þetta fólk af stað, þeir verða lamdir og það er gott og blessað. Þetta er orðin forrétindablinda leikmanna sem halda að þegar þeir koma í Val, eigi þeir að fá sérmeðferð í lífinu. Þannig er það ekki.“

Hann segir að leikmenn í liði Vals hafi ekki lifað í raunveruleikanum síðustu ár. „Þetta eru forrétindapésar, það tengir engin við þá. Þú ferð í körfuboltann, það mæta allir þar því þeim líkar vel við leikmennina. Við töpum miðasölu fyrir Vestra, hversu illa er fólki við þetta lið? Hermann mun koma með það að borðinu, að leikmenn meistaraflokks karla í fótbolta verði sýnilegri og fólki muni líka betur við þá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bonnie Blue opnar sig um hverjir eru þeir bestu og verstu í rúminu

Bonnie Blue opnar sig um hverjir eru þeir bestu og verstu í rúminu