fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

433
Mánudaginn 3. nóvember 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson, þjálfari Fylkis, biður Arnar Svein Geirsson formann Leikmannasamtaka Íslands um að grjóthalda kjafti. Ummælin lét Heimir falla í hlaðvarpinu Chess after Dark.

Umræðan þar sem Heimi virtist heitt í hamsi snerist um Val og gengi liðsins í sumar og þá hluti sem hefðu gerst þar á síðustu vikum.

Heimir var þjálfari Vals um tíma og gerði liðið að Íslandsmeisturum árið 2020 en var rekinn úr starfi um mitt tímabil árið 2022.

„Ég þekki þetta Vals dæmi mjög vel, Valur étur sig alltaf innan frá. Núna með Sigga Lár og Túfa,“ sagði Heimir í hlaðvarpinu.

Hann vandaði svo Arnari Sveini ekki kveðjurnar en Arnar átti farsælan feril sem leikmaður Vals og hefur verið óhræddur að ræða liðið í hlaðvarpinu, Dr. Football

„Svo mætir Arnar Sveinn Geirsson sem er formaður Leikmannasamtakanna, gerir sig út sem einhvern Valsara. Er alltaf að drullandi yfir alla, þú ert bara bíddu, þú ert formaður Leikmannasamtakann. Grjóthaltu bara kjafti.“

Srdjan Tufegdzic var rekinn úr starfi sem þjálfari Vals á mánudag og í gær var staðfest að Hermann Hreiðarsson væri hans arftaki.

„Þá ertu með það, það eru aðalvandræðin. Að halda áfram með Túfa og búa til stöðugleika, sem hann náði í sumar. Þá ætla þeir að byrja upp á nýtt, ég sé ekki Val vinna þetta mót á næstu árum,“ sagði Heimir en bætti svo við.

„Hemmi er toppmaður, ég vona að honum gangi vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kemur sá umdeildi og bjargar málunum?

Kemur sá umdeildi og bjargar málunum?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina
433Sport
Í gær

Sean Dyche brjálaður – Skoraði United ólöglegt mark í gær?

Sean Dyche brjálaður – Skoraði United ólöglegt mark í gær?
433Sport
Í gær

Vandræði Xavi Simons halda áfram – Niðurlægður í gær

Vandræði Xavi Simons halda áfram – Niðurlægður í gær