fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 1. nóvember 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum úrvalsdeildarframherjinn Charlie Austin hefur yfirgefið Basingstoke Town aðeins tveimur mánuðum eftir að hafa gengið til liðs við félagið í sjöundu efstu deild Englands.

Austin, 36 ára, samdi við Basingstoke í ágúst eftir að hafa yfirgefið AFC Totton í júlí.

Samkvæmt samkomulagi áttu stuðningsmenn félagsins að standa straum af launum hans í gegnum sérstakt fjármögnunarátak.

Hann skoraði í sínum fyrsta leik og lék alls fjóra leiki fyrir liðið áður en hann meiddist gegn Hungerford Town.

Eftir meiðslin óskaði Austin sjálfur eftir því að greiðslur frá stuðningsmönnum yrðu stöðvaðar, þar sem hann gæti ekki spilað meira vegna meiðslanna.

Basingstoke staðfesti brotthvarf hans í yfirlýsingu á föstudag. Austin lék áður með liðum á borð við Southampton, Queens Park Rangers og Burnley í ensku úrvalsdeildinni og er enn einn þekktasti leikmaðurinn sem spilað hefur í neðri deildum á Englandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu
Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal
433Sport
Í gær

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“