Tómas Steindórsson, útvarpsmaður með meiru, fór yfir sviðið með Helga Fannari Sigurðssyni í Íþróttavikunni á 433.is fyrir helgi.
Arnar Gunnlaugsson valdi landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki í undankeppni HM. Þar var enginn Gylfi Þór Sigurðsson frekar en í síðustu gluggum.
Gylfi hefur verið frábær með Víkingi undanfarið og hefði Tómas viljað sjá hann fá kallið í hópinn.
„Ég hefði viljað hafa hann í landsliðshópnum. Þá þarf maður að taka einhvern út, ég tek Andra Fannar Baldursson út í staðinn,“ sagði Tómas í þættinum.
„Ef það eru tíu mínútur eftir, hornspyrna eða föst leikatriði, þá vil ég hafa Gylfa þarna. En Arnar velur þetta og ég treysti honum algjörlega fyrir því.“
Þátturinn í heild er í spilaranum.