fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 31. október 2025 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Senne Lammens, nýr markvörður Manchester United, segist ekki óttast mikla pressu sem fylgir því að verja mark liðsins, eitt umtalaðasta hlutverk í fótboltaheiminum.

Belginn, sem er 23 ára og hefur aðeins eitt tímabil í efstu deild að baki, tók við stöðunni eftir að Ruben Amorim fékk ekki að fá heimsmeistarann Emiliano Martínez frá Aston Villa á lokadegi félagaskiptagluggans.

„Auðvitað heyrir maður að það sé mikil pressa að spila fyrir þetta félag,“ sagði Lammens í viðtali við BBC Sport. „

En ég tek því fagnandi. Það er heiður að fá að spila fyrir svona stórt lið og eðlilegt að miklar væntingar fylgi því. Ég er ekki hræddur við það.“

Stuðningsmenn United hafa beðið lengi eftir stöðugleika í markinu eftir að bæði André Onana og Altay Bayındır misstu traustið. Lammens fékk rosalegar móttökur þegar hann hélt hreinu í sínum fyrsta leik, 4. október gegn Sunderland, og var hylltur með söngnum „Are you Schmeichel in disguise?“ – tilvísun í goðsögnina Peter Schmeichel.

„Ég heyrði það ekki í leiknum, en sá það eftir á,“ sagði Lammens brosandi.

„Það er ótrúlegt hrós, en ég þarf að sanna mig miklu meira áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann. Ég er bara Senne Lammens sem vill hjálpa liðinu sínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vestri hefur áhuga á að ráða Túfa

Vestri hefur áhuga á að ráða Túfa
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Búist við að Rodgers geti fengið starf á Englandi innan tíðar

Búist við að Rodgers geti fengið starf á Englandi innan tíðar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kona ákærð eftir ölvunarakstur – Fórnarlamb hennar missti löppina og var haldið sofandi

Kona ákærð eftir ölvunarakstur – Fórnarlamb hennar missti löppina og var haldið sofandi