

Sigurður Hjörtur Þrastarson mun dæma leik Vestra og KR á morgun, örlög liðanna ráðast þar en bæði lið gætu fallið á Ísafirði á morgun.
Sigurður hefur dæmt sex leiki hjá KR í sumar og þar hefur KR sótt sér átta stig.
KR vann sigra á ÍBV og Fram með Sigurð Hjört sem dómara en tapaði illa gegn Val og tapaði gegn Aftureldingu á útivelli.
Liðið gerði 2-2 jafntefli við FH með Sigurð á flautunni og 2-2 jafntefli við Aftureldingu á dögunum, þar fékk Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar rautt spjald.
Sigurður hefur dæmt tvo leiki hjá Vestra í sumar, bæði gegn Víkingi og Breiðablik en báðir leikir töpuðust 1-0 hjá Vestra.
Bæði lið falla ef leikurinn á morgun endar með jafntefli og Afturelding vinnur gegn ÍA.