fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Þorsteinn: „Það er bara ekkert að því, bara vopn sem við höfum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. október 2025 20:58

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið vann 0-2 sigur á Norður-Írum í fyrri leik liðanna ytra í umspili um að halda sætinu í A-deild Þjóðadeildarinnar.

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn góður. Svo fannst mér í seinni hálfleik við aðeins hægja á leiknum þannig að við náðum ekki sama flæði í leik okkar og skapa okkur eins mikið. Við vorum með of mikið sjálfstraust eða eitthvað svoleiðis, við róuðum leikinn niður algerlega að óþörfu. Við hefðum átt að halda áfram að keyra á þær,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari við RÚV eftir leik.

Miðverðirnir Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir skoruðu mörkin í sitt hvorum hálfleiknum eftir föst leikatriði.

„Föst leikatriði eru partur af fótbolta og eru kannski 30-40% af mörkum hjá okkur. Það er bara ekkert að því, þetta er bara vopn sem við höfum og notum að sjálfsögðu. Maður mun aldrei kvarta yfir því. Það er bara gott að koma hingað og vinna sannfærandi.“

Seinni leikur liðanna fer fram á Laugardalsvelli á þriðjudag og íslenska liðið í góðri stöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Howe vildi ekki fara í boxhanskana þegar hann svaraði Arne Slot

Howe vildi ekki fara í boxhanskana þegar hann svaraði Arne Slot
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Elías Rafn og Logi í sigurliðum – Hákon Arnar spilaði lítið í óvæntu tapi

Elías Rafn og Logi í sigurliðum – Hákon Arnar spilaði lítið í óvæntu tapi
433Sport
Í gær

Eiður Smári við störf í London í gær – Fræg sjónvarpskona líkir honum við ótrúlegan karakter

Eiður Smári við störf í London í gær – Fræg sjónvarpskona líkir honum við ótrúlegan karakter