fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. október 2025 19:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er allt undir á Ísafirði á morgun er Vestri tekur á móti KR í sannkölluðum úrslitaleik um að halda sæti sínu í Bestu deild karla. Veðbankar eru hliðhollir KR.

KR þarf sigur til að halda sæti sínu í deildinni en Vestra nægir jafntefli, svo lengi sem Afturelding vinnur ekki ÍA uppi á Skaga á sama tíma.

Vesturbæingar ætla að fjölmenna leikinn fyrir vestan og reyna að hjálpa til við að koma í veg fyrir að liðið falli úr efstu deild í fyrsta sinn síðan 1977.

Stuðlar fyrir leikinn eru að sjálfsögðu komnir og á Lengjunni er 1,92 á sigur KR, en 3,32 á sigur Vestra. Stuðull á jafntefli er 3,75. Þarf Afturelding að vonast til að það verði niðurstaðan.

Stuðull á sigur Mosfellinga á Akranesi á morgun er 2,38 og því hægt að segja að stuðull á að Afturelding haldi sér uppi, að allt falli þeim í vil, sé 8,92.

Leikirnir hefjast klukkan 14 á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eiður Smári líkir þessu við að ganga í gegnum skilnað – „Hver sagði hvað og hvernig, hver er ástæðan?“

Eiður Smári líkir þessu við að ganga í gegnum skilnað – „Hver sagði hvað og hvernig, hver er ástæðan?“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta
433Sport
Í gær

Hreinsuðu loftið eftir umdeilt viðtal á Íslandi

Hreinsuðu loftið eftir umdeilt viðtal á Íslandi
433Sport
Í gær

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“