
Meiðsli Alexander Isak eru ekki alvarleg en þó er óvíst hvort hann verði með gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.
Isak fór af velli í sigri á Frankfurt í Meistaradeild Evrópu í vikunni vegna meiðsla á nára en ætti að jafna sig fljótt.
„Þetta lítur ekki mjög illa út. Hann er spurningamerki fyrir leikinn annað kvöld en við sjáum hvað setur,“ sagði Arne Slot á blaðamannafundi í dag.
Isak gekk í raðir Liverpool í sumar frá Newcastle og varð dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hefur hann þó ekki staðið undir væntingum enn, ekki frekar en liðið á tímabilinu.