fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. október 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Vilhjálmsson spilar sinn síðasta leik á morgun er Víkingur tekur á móti Val og lyftir svo Íslandsmeistaratitlinum að honum loknum. Hann ræddi ákvörðun sína í Íþróttavikunni hér á 433.is.

Matthías hefur undanfarin þrjú tímabil spilað með Víkingi og náð frábærum árangri. Er liðið að vinna annan Íslandsmeistaratitilinn á þeim tíma nú, auk þess sem liðið varð bikarmeistari á fyrsta ári hans og fór langt í Sambandsdeildinni á síðustu leiktíð.

„Þetta var alveg erfið ákvörðun en ég vissi með árunum að það væri alltaf styttra og styttra eftir. Maður er búinn að lifa og hrærast í þessu frá því maður var púki fyrir vestan, svo þetta var erfitt en óumflýjanlegt því miður,“ sagði Matthías.

Matthías, sem átti einnig glæstan feril í atvinnumennsku í Noregi, sem og með FH hér heima, er nú á leið í nýtt starf í Víkinni. Mun hann þjálfa 2. og 3. flokk karla og hjálpa til við þróun ungra leikmanna.

„Ég er mjög spenntur fyrir því og mjög þakklátur fyrir að Víkingur hafi boðið mér þetta spennandi starf. Það er frábær byrjun á þjálfaraferli og ég get áfram verið í umhverfi sem ég þekki.“

Matthías segir að í raun hafi ekki annað komið til greina en að starfa áfram í kringum fótboltann.

„Maður hugsaði alveg hvort maður ætti að fara inn í vítahringinn en þetta er bara ég og ég hefði aldrei fyrirgefið mér ef ég hefði ekki prófað þetta. Að þjálfa er allt annað en að vera leikmaður og nú þarf að ég að hugsa um fullt af mismunandi einstaklingum en ekki bara rassgatið á sjálfum mér.“

Hann horfir auðvitað ansi jákvæðum augum til baka á tíma sinn sem leikmaður í Víkinni.

„Tímabilið 2023 var sturlað hjá okkur, unnum tvöfalt og vorum langbesta liðið. Síðasta ár var krefjandi en við fórum líka og gerðum frábæra hluti í Sambandsdeildinni, enduðum tímabilið í febrúar gegn Panathinaikos og stóðum okkur frábærlega í þeim leikjum.

Þetta hikstar svolítið í mark hjá okkur núna en ég held að það sé bara eðlilegt miðað við álag á liðinu síðustu tvö ár. Ég held að allir í kringum félagið hafi gott af smá pásu núna og byrja á fullu aftur eftir nokkrar vikur.“

Eins og Matthías segir var Víkingur ekki sannfærandi allt tímabilið en tók heldur betur við sér snemma í ágúst, eftir afar sárt tap gegn Bröndby í Evrópukeppni.

„Um leið og það var bara ein keppni eftir til að einbeita sér að var þetta aldrei spurning í mínum huga. Við ætlum bara að reyna að klára þetta þannig að við verðum fyrsta liðið til að vinna alla leiki í úrslitakeppninni.

Þetta verður persónulega mjög fallegur dagur og ég ætla að njóta þess í botn að spila. Ég er einmitt að fara á mína síðustu meistaraflokksæfingu. Ég var að sækja köku til að gefa strákunum, nú er bara að njóta,“ sagði Matthías.

Matthías vann alls fimm Íslandsmeistaratitla, þrjá með FH á yngri árum og tvö með Víkingi. Hann varð Noregsmeistari fjórum sinnum og ofan á þetta allt saman má telja sex bikarmeistaratitla í báðum löndum.

Viðtalið við hann í heild er í spilaranum og hefst það eftir um klukkutíma af þættinum. Þar fer hann nánar yfir ferilinn og fleira til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekitike velur þrjá bestu kantmenn í heimi – Valið kemur mörgum á óvart eftir undanfarnar vikur

Ekitike velur þrjá bestu kantmenn í heimi – Valið kemur mörgum á óvart eftir undanfarnar vikur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kalt andrúmsloft á tökustað eftir sögur um kokkálun frá hinni umdeildu Wöndu

Kalt andrúmsloft á tökustað eftir sögur um kokkálun frá hinni umdeildu Wöndu