
Íslenska kvennalandsliðið vann 0-2 sigur á Norður-Írum í fyrri leik liðanna ytra í umspili um að halda sætinu í A-deild Þjóðadeildarinnar.
Frammistaða Íslands var ekki mjög sannfærandi í kvöld en sigurinn nokkuð þægilegur. Miðverðirnir Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir skoruðu mörkin í sitt hvorum hálfleiknum.
Seinni leikur liðanna fer fram á Laugardalsvelli á þriðjudag og vonandi nær Ísland að knýja fram frammistöðu sem heillar þjóðina þar.