fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. október 2025 11:30

Benitez og Gylfi Þór Sigurðsson störfuðu saman hjá Everton. Mynd/Everton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafa Benítez er mættur aftur í þjálfun eftir að hafa verið ráðinn nýr þjálfari Panathinaikos í Grikklandi.

Sverrir Ingi Ingason er leikmaður gríska liðsins og hefur verið í stóru hlutverki.

Benítez, 65 ára, var án félags eftir að hafa yfirgefið Celta Vigo fyrr á árinu, en hann snýr nú aftur í evrópskan fótbolta og mun stýra Panathinaikos í Evrópudeildinni, keppni sem hann hefur áður unnið.

Samkvæmt grískum fjölmiðlum hefur Panathinaikos boðið honum afar glæsilegan samning sem gerir Spánverjann hæstlaunaða þjálfara í sögu grísku úrvalsdeildarinnar. Benítez hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning og er sagður fá 4,4 milljónir punda á ári.

Það er samningur sem hefur vart sést áður hjá grísku félagi og undirstrikar metnað félagsins..

Fyrrverandi stjóri Liverpool, Chelsea, Newcastle og Everton var fyrsti kostur forseta félagsins, Yiannis Alafouzos, og yfirmanns knattspyrnumála félagsins, Franco Baldini.

Benítez, sem einnig hefur stýrt Real Madrid og Inter Milan á ferlinum, flaug til Aþenu á fimmtudag með einkaþotu til að ganga frá samningnum og hitta stjórn félagsins.

Panathinaikos vonast til að reynsla hans og sigurhefð geti hjálpað félaginu að ná aftur titilbaráttu innanlands og styrkja stöðu þess í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Roy Keane sakar Carragher um taka pressuna af Liverpool

Roy Keane sakar Carragher um taka pressuna af Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við
433Sport
Í gær

Óvænt endurkoma til Englands í kortunum hjá Bellingham?

Óvænt endurkoma til Englands í kortunum hjá Bellingham?
433Sport
Í gær

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli