fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Roy Keane sakar Carragher um taka pressuna af Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 23. október 2025 17:30

Roy Keane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane grínaðist með það í nýjasta þætti Stick to Football að Jamie Carragher væri að leika sér með spár sínar um að Arsenal vinni Meistaradeildina.

Fyrrverandi leikmaður Manchester United telur að Carragher sé að reyna að auka pressuna á Arsenal, sem hefur byrjað tímabilið frábærlega í öllum keppnum.

Í þættinum sátu Keane, Gary Neville, Paul Scholes, Ian Wright og Jill Scott saman og ræddu um spár sínar fyrir tímabilið. Scott benti þá á að Carragher hefði lýst því yfir kvöldið áður að Arsenal væru sigurstranglegastir í Meistaradeildinni.

„Jamie sagði í gærkvöldi að Arsenal væru líklegastir til að vinna Meistaradeildina, hann setti þá sem líklegasta,“ sagði Scott við hópinn.

Þá svaraði Keane strax og benti á að Carragher gæti haft aðra ástæðu fyrir yfirlýsingu sinni. „Jamie spilar svona leiki, ekki satt? Hann gerir þá að sigurstranglegustu til að taka pressuna af Liverpool, smá þannig. Það er taktík í þessu,“ sagði Írinn með bros á vör.

Keane bætti við að slíkar spár hefðu alltaf áhrif á umræðuna. „Við sitjum hér og spáum hver vinni deildina og nú segjum við öll Arsenal og þar með erum við að setja pressuna á þá.“

Umræðan í þættinum vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum, þar sem stuðningsmenn bæði Arsenal og Liverpool tóku undir orð Keane og bentu á að Carragher væri líklega að reyna að færa sviðsljósið frá sínu gamla félagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Matti Villa í nýtt hlutverk

Matti Villa í nýtt hlutverk