fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. október 2025 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt fréttum frá Englandi í dag gæti samfélagsmiðlafærsla frá áhrifavaldinum og öfgahægrimanninum Tommy Robinson hafa haft áhrif á ákvörðun Maccabi Tel Aviv um að hafna sætum í gestahólfinu fyrir stuðningsmenn sína í Evrópudeildarleik liðsins gegn Aston Villa á Villa Park 6. nóvember næstkomandi.

Fyrr í vikunni staðfesti Aston Villa að stuðningsmenn Maccabi fengju ekki aðgang að leiknum eftir tilmæli öryggisnefndar í Birmingham. Ástæðan er sögð tengjast áhyggjum af öryggi fólks. Lögreglan á svæðinu tók undir ákvörðunina.

Ákvörðunin vakti hörð viðbrögð. Forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer, sagði hana ranga og utanríkisráðherra Ísraels, Gideon Saar sagði hana sorglega. Fjallað hafði verið um hugsanlega U-beygju og að stuðningsmenn gætu fengið miða, en ekkert verður af því.

Samkvæmt frétt Daily Mail varð mynd sem Tommy Robinson birti á föstudag, þar sem hann klæddist treyju Maccabi og hvatti fylgjendur sína til að mæta á leikinn í mótmælaskyni, til þess að félagið ákvað endanlega að hafna miðum á völlinn fyrir sína aðdáendur.

„Við óttuðumst að stuðningsmenn okkar yrðu ranglega tengdir við starfsemi Robinsons og fylgismanna hans, sem gætu jafnvel dulbúist sem Maccabi-aðdáendur. Það gerði áhættuna einfaldlega of mikla,“ segir heimildamaður nálægt Maccabi liðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mainoo gefur grænt ljós – Liggur mikið á að fá hann sem fyrst

Mainoo gefur grænt ljós – Liggur mikið á að fá hann sem fyrst
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku
433Sport
Í gær

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma
433Sport
Í gær

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah