Birkir Karl Sigurðsson og Leifur Þorsteinsson, þáttastjórnendur hins geysivinsæla hlaðvarps Chess After Dark, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni á 433.is þetta skiptið.
Víkingur tryggði sér á dögunum Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki og var það auðvitað rætt í þættinum.
„Það er kominn sigurkúltúr þarna, fáránlega vel gert. En að því sögðu buðu hin liðin bara ekki upp á neina toppbaráttu,“ sagði Birkir og útskýrði sitt mál nánar.
„Það er ótrúlegt að Jökull hafi verið með þetta Stjörnulið í titilbaráttu, Blikarnir varla búnir að vinna leik síðan í júlí, sorrí en deildin hefur aldrei verið slakari.
Valur missir svo auðvitað Frederik Schram og Patrick Pedersen,“ sagði hann enn fremur.
Þátturinn í heild er í spilaranum.