Birkir Karl Sigurðsson og Leifur Þorsteinsson, þáttastjórnendur hins geysivinsæla hlaðvarps Chess After Dark, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni á 433.is þetta skiptið.
Mikið er talað um að Túfa fái ekki að halda áfram sem þjálfari karlaliðs Vals á næstu leiktíð, eftir að liðið heltist úr toppbaráttu Bestu deildarinnar í haust.
„Hann er bara á þeim stað sem menn voru að spá þeim fyrir tímabil. Mér finnst mjög skrýtin umræða að ætla að losa hann. Hann missir Frederik Schram og Patrick Pedersen,“ sagði Birkir.
„Að vísu fannst mér bikarúrslitaleikurinn mjög slakur, illa upp settur, allt of varnarsinnaður. Það var lélegt. En bikarúrslit, svo gott sem kominn með Evrópu. Að það eigi að vera eitthvað öruggt að hann fari er bara galið,“ sagði hann einnig, en Valur tapaði fyrir Vestra í bikarúrslitunum.
Þátturinn í heild er í spilaranum.