Harry Maguire varnarmaður Manchester United vonast eftir því að skrifa undir nýjan samning við félagið á næstunni.
Talið er að viðræður séu í gangi en að Maguire þurfi að lækka laun sín til að vera áfram.
Maguire er 32 ára gamall og er með 190 þúsund pund á viku hjá félaginu í dag.
Félagið vill halda í hann en lækka laun hans, er hann sagður klár í að íhuga slíkt.
Maguire hefur verið hjá félaginu frá árinu 2019 og upplifað ýmislegt en iðulega komist í gegnum öll þau áföll sem hafa dunið á ferli hans.