fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
433Sport

Fullyrðir að nýir eigendur séu að ganga frá kaupum á Manchester United

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. október 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Turki Al-Sheik hefur skotið á eigendur Manchester United í leiðinni þegar hann greindi frá því að félagið væri á lokastigi í söluferli.

Al-Sheikh, sem er áhrifamikill íþróttaleiðtogi í Sádi-Arabíu og meðal annars á stóran hlut í hnefaleikum, lét í ljós að honum hefði verið sagt að nýr fjárfestir væri afar áhugasamur um að kaupa sig inn í félagið.

Hinn 44 ára gamli Al-Sheikh deildi þessum tíðindum á samfélagsmiðlum sínum, þar sem hann er með yfir 7,2 milljónir fylgjenda.

Hann gaf til kynna að samkomulag væri á lokametrunum og að Manchester United myndi fá nýjan fjárfesti í bráð.

Um leið lét hann ekki hjá líða að senda kaldhæðin skot í núverandi eigendur félagsins, hina umdeildu Glazer-fjölskyldu, sem hefur átt félagið frá árinu 2005 og mátt þola mikla gagnrýni frá stuðningsmönnum í gegnum árin.

Í færslu sinni skrifaði Al-Sheikh. „Bestu fréttir dagsins eru þær að Manchester United sé komið á lokastig í samningaviðræðum um að selja til nýs fjárfestis,“ segir Al-Sheik

„Ég vona að hann verði betri en fyrri eigendur.“

Hvorki Manchester United né Glazer-fjölskyldan hafa enn staðfest eða brugðist við þessum fregnum, en sögusagnir um sölu hafa lengi gengið, sérstaklega eftir að Sir Jim Ratcliffe keypti 25 prósenta hlut í félaginu á síðasta ári

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kom mörgum á óvart – Slakaði á í sjónum skömmu eftir að hafa verið rekinn

Kom mörgum á óvart – Slakaði á í sjónum skömmu eftir að hafa verið rekinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ungstirni Manchester United kallað á æfingu enska landsliðsins

Ungstirni Manchester United kallað á æfingu enska landsliðsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafliði fer ófögrum orðum um stöðuna í Kaplakrika: Konungdæmi bræðranna – „Henda honum út eins og skítugri tusku öðru sinni“

Hafliði fer ófögrum orðum um stöðuna í Kaplakrika: Konungdæmi bræðranna – „Henda honum út eins og skítugri tusku öðru sinni“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ratcliffe staðfestir að Amorim fái árin þrjú til að byggja upp gott lið

Ratcliffe staðfestir að Amorim fái árin þrjú til að byggja upp gott lið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aron búinn að taka samtalið við fólkið fyrir norðan – Hefur þetta að segja um hugsanlega heimkomu

Aron búinn að taka samtalið við fólkið fyrir norðan – Hefur þetta að segja um hugsanlega heimkomu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ísak: „Það er líka hefnd í okkar huga, okkur leið ekki vel þá“

Ísak: „Það er líka hefnd í okkar huga, okkur leið ekki vel þá“