fbpx
Föstudagur 10.október 2025
433Sport

Arnar segir íslenska leikmenn fá öðruvísi meðferð – „Mér finnst leiðinlegt að segja þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. október 2025 18:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson hefur lítið fengið að spila með Preston á Englandi undanfarnar vikur. Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari var spurður út í hans stöðu í aðdraganda leiksins við Úkraínu annað kvöld.

Stefán Teitur byrjaði annan leikja Íslands í síðasta landsleikjaglugga en síðan hefur hann aðeins spilað 8 mínútur í ensku B-deildinni.

„Í draumaheimi vill maður að allir okkar strákar séu í toppformi. En það hefur verið þannig síðan ég kom að 2-3 leikmenn eru ekki fastamenn í sínum liðum,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag.

„Ég held að það sé út af stærð þjóðarinnar. Mér finnst leiðinlegt að segja þetta. Enskir, franskir og þýskir leikmenn eru bara fastamenn í öllum liðum. Hjá okkur virðist þetta vera smá trend og til að taka skrefið áfram og verða betri þarf það að breytast.

Hann er lykilmaður í okkar hóp svo þetta er leiðinleg staða. En eins og annað þá er bara að taka það á kassann og halda áfram,“ sagði Arnar enn fremur.

Leikur Íslands og Úkraínu er liður í undankeppni HM, en Strákarnir okkar mæta svo Frökkum þremur dögum síðar. Báðir leikirnir verða hér heima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Jafnt í Boganum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Norskur læknir með vondar fréttir fyrir Arsenal

Norskur læknir með vondar fréttir fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno ætlar að afþakka Sádí Arabíu aurana í janúar

Bruno ætlar að afþakka Sádí Arabíu aurana í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segist fá ótrúlega hjálp frá Aroni Einari í landsliðinu – „Ef ég hef spurningar þá er hann klár að gefa ráð“

Segist fá ótrúlega hjálp frá Aroni Einari í landsliðinu – „Ef ég hef spurningar þá er hann klár að gefa ráð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar átti erfitt með að ná í menn á mánudag – Segir þá hafa verið þunna

Arnar átti erfitt með að ná í menn á mánudag – Segir þá hafa verið þunna