Bernardo Silva fyrirliði Manchester City ætlar sér að fara frítt frá félaginu næsta sumar þegar samningur hans er á enda. Enskir miðlar halda þessu fram.
Bernardo hefur í nokkur ár verið orðaður frá félaginu og nú gæti komið að því.
Hann er með nokkur félög í Sádí Arabíu sem hafa áhuga en einnig Benfica í heimalandinu.
Bernardo hefur reynst City frábærlega í mörg ár og verið lykilmaður í góðum árangri félagsins.
Hann vill hins vegar prufa nýja hluti á ferlinum og gæti því farið í annað verkefni næsta sumar.