fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
433Sport

Ratcliffe staðfestir að Amorim fái árin þrjú til að byggja upp gott lið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. október 2025 19:54

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Jim Ratcliffe hefur staðfest að hann ætli að gefa Rúben Amorim þrjú ár í starfi sem stjóri Manchester United. Þetta kom fram í viðtali við The Business Podcast.

„Já, þrjú ár, því hlutirnir gerast ekki á einni nóttu,“ sagði Ratcliffe.

Eigandinn minntist jafnframt á fyrstu ár Sir Alex Ferguson hjá United og þá pressu sem var á honum áður en árangurinn fór að sjást.

„Ég man eftir pressunni sem kallaði eftir því að reka Sir Alex á fyrstu tveimur árum hans. Það sama má segja um Arteta hjá Arsenal, hann átti mjög erfitt í byrjun,“ sagði Ratcliffe.

„Við verðum að vera þolinmóð og horfa til lengri tíma þegar kemur að árangri.“

Ratcliffe, sem tók formlega við fótboltaarm Manchester United á síðasta ári, hefur ítrekað að hann vilji byggja upp traustan grunn með Amorim við stjórnvölinn. Þetta er skýr sýn um langtímaverkefni og að skammtímalausnir séu ekki á dagskrá hjá nýju eigendateyminu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Víkingur staðfestir komu Björgvins Brima

Víkingur staðfestir komu Björgvins Brima
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýjar reglur minnka bilið milli kvenna og karla

Nýjar reglur minnka bilið milli kvenna og karla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sævar Atli upplifði magnað augnablik – „Það var mjög auðvelt að gíra sig“

Sævar Atli upplifði magnað augnablik – „Það var mjög auðvelt að gíra sig“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telja líklegt að íslenska þjóðin verði kýld í magann á föstudag

Telja líklegt að íslenska þjóðin verði kýld í magann á föstudag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Logi segir mikil viðbrigði að flytja til Tyrklands – „Stundum aðeins of blóðheitir fyrir minn smekk“

Logi segir mikil viðbrigði að flytja til Tyrklands – „Stundum aðeins of blóðheitir fyrir minn smekk“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Verðlaunaður með veglegri launahækkun

Verðlaunaður með veglegri launahækkun
433Sport
Í gær

Staðfesta sorglegt andlát – Fjölskyldumaður sem skildi mikið eftir sig

Staðfesta sorglegt andlát – Fjölskyldumaður sem skildi mikið eftir sig
433Sport
Í gær

Stórstjarna rýfur þögnina eftir áflog á Októberfest

Stórstjarna rýfur þögnina eftir áflog á Októberfest