„Bestir í tossabekk,“ sagði Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður á RÚV um Íslandsmeistara Víkings, liðið tryggði sér dolluna á sunnudag með sigri á FH.
Víkingur vann deildina þegar tvær umferðir eru eftir og sigurinn því sannfærandi í Víkinni.
Stigasöfnun liða í deildinni hefur hins vegar verið minni á síðustu árum og Víkingar sem voru að vinna sinn þriðja titil á fimm árum hafa oft safnað fleiri stigum.
„Þeim til varnar, þeir missa Aron Elís snemma í mótinu, Gunnar Vatnhamar lengi meiddur, Oliver Ekroth lengi meiddur og það voru fleiri,“ sagði Gunnar í hlaðvarpinu Steve dagskrá.
„Samt sem áður halda þeir sjó og klára þetta mjög sannfærandi, það eru tvær umferðir eftir.“
Stjarnan og Valur voru að berjast við Víking um þann stóra en bæði hafa gefið hressilega eftir undanfarið á meðan Víkingur hefur haldið sjá.