fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
433Sport

Alba kallar þetta gott – „Hef gefið allt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. október 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska goðsögin Jordi Alba, sem spilar með Inter Miami, hefur tilkynnt að hann muni leggja knattspyrnuskóna á hilluna í lok tímabilsins í bandarísku MLS-deildinni.

Alba greindi frá ákvörðun sinni á samfélagsmiðlum í dag, þar sem hann sagði tíma kominn til að loka þessum stóra kafla í lífi sínu.

„Ég hef ákveðið að ljúka ferlinum í lok þessa tímabils. Ég er fullur þakklætis því ég veit að ég hef gefið allt, og fótboltinn hefur gefið mér allt,“ sagði Alba.

Alba þakkaði öllum liðsfélögum sínum, þjálfurum og stuðningsmönnum fyrir stuðninginn og nefndi sérstaklega félögin sem mótuðu feril hans, frá Atlético Centro Hospitalense, Cornellá og Nàstic de Tarragona til Valencia og Barcelona, sem hann kallaði „félag lífs síns“.

Spánverjinn gekk til liðs við Inter Miami árið 2023 og sameinaðist þar gömlum félögum sínum Lionel Messi og Sergio Busquets. Hann varð fljótt mikilvægur leikmaður þar og hjálpaði Inter Miami að vinna Leagues Cup 2023, Supporters Shield 2024 og að setja stigamet í MLS.

Alba skoraði 10 mörk og lagði upp 27 í 63 deildarleikjum fyrir Inter Miami og náðu hann og Messi vel saman á vinstri kantinum.

Á ferlinum lék hann alls 605 leiki fyrir Barcelona, skoraði 37 mörk og lagði upp 107. Hann vann meðal annars La Liga sex sinnum og Meistaradeildina einu sinni.

Með spænska landsliðinu vann hann EM 2012 og Þjóðadeildina 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þjálfari sænska landsliðsins segir vanvita tjá sig um Gyökeres

Þjálfari sænska landsliðsins segir vanvita tjá sig um Gyökeres
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur að Amorim verði rekinn og bendir á þennan tímapunkt

Telur að Amorim verði rekinn og bendir á þennan tímapunkt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kampavínssósíalisti í klandri með undirmenn sína – Bannaði þeim að nota enska fánann

Kampavínssósíalisti í klandri með undirmenn sína – Bannaði þeim að nota enska fánann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta eru fórnirnar sem Sölvi bað Víkinga um að færa til að verða Íslandsmeistarar

Þetta eru fórnirnar sem Sölvi bað Víkinga um að færa til að verða Íslandsmeistarar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Antonio Conte sendir smá pillu á Manchester United

Antonio Conte sendir smá pillu á Manchester United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gerrard líklegur til þess að fara í starfið þar sem hann blómstraði

Gerrard líklegur til þess að fara í starfið þar sem hann blómstraði