fbpx
Föstudagur 03.október 2025
433Sport

Tóku Arnar til bæna í beinni á Sýn í gær: Sakaður um virðingarleysi – „Mér fannst það aðeins skrýtið“

433
Föstudaginn 3. október 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands, var til umræðu í þættinum Big Ben á Sýn í gærkvöldi þar sem rætt var um ákvörðun hans að hringja ekki í Jóhann Berg Guðmundsson þegar hann valdi síðasta landsliðshóp sinn.

Jóhann Berg var ekki valinn í hópinn en það er í fyrsta sinn frá því Jóhann var 19 ára gamall sem hann er ekki í landsliðshópnum þegar hann er heill heilsu. Jóhann fagnar 35 ára afmæli sínu innan tíðar.

Kantmaðurinn knái hefur misst af síðustu leikjum vegna meiðsla en er komin á fulla ferð með liði sínu Al-Dhafra. Guðmundur Benediktsson og félagar telja það virðingarleysi af hálfu Arnars að hafa ekki tekið upp símann og útskýrt sitt mál.

„Arnar sagði í viðtali í kjölfarið að hann hefði ekkert haft samband við hann, hann er búinn að vera á leið í 100 landsleikinn undanfarið. Ég verð að segja það sjálfur, mér fannst skrýtið að heyra þetta að hann skuli ekki heyra í honum. Útskýra sitt mál,“ sagði Guðmundur Benediktsson sem stýrir þættinum á Sýn.

Gummi Ben hélt svo áfram. „Hann sagðist alltaf taka símann ef Jóhann myndi hringja í hann, mér fannst það aðeins skrýtið.“

Mikael Nikulásson var gestur í þættinum, honum fannst alveg í lagi að velja Jóhann ekki í hópinn en segir Arnar hafa sýnt honum virðingarleysi með því að tala ekki við hann.

„Mér finnst allt í lagi að hann sé ekki valinn í hópinn, hann hefur lítið spilað. Mér finnst stórfurðulegt að hringja ekki í hann, algjört virðingarleysi. Hringdu í manninn ef hann er ekki valinn, þetta er Jóhann Berg Guðmundsson. Mér fannst það lélegt af Arnari,“ sagði Mikael í þættinum.

Grínarinn geðugi, Hjálmar Örn Jóhannsson var á sama máli. „Þetta var fyrsta klúðrið hans í starfi, það hefur ekki verið nein vitleysa hingað til.“

Gummi Ben bætti þessu svo við um þetta mál og hefði viljað sjá Arnar taka símtalið. „Það hefði verið klassi yfir því.“

Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, var einnig í þættinum og ræddi málið. „Hann hefði ekki veikt hópinn ef hann hefði valið hann, hann er landsliðsþjálfarinn og velur hópinn en ég held að við séum flestir sammála því. Hann talar um vinnureglur, þegar þú hefur spilað 99 landsleiki, farið á tvö stórmót og varst fyrirliði fyrir ekki svo löngu síðan. Það er ekki það mikið að gera hjá þér sem landsliðsþjálfari á mánudögum og þriðjudögum, taktu eitt símtal,“ sagði Kjartan.

Mikael sagði svo þetta að lokum um þetta mál. „Taktu líka allt vesenið sem var á þessum landsliðsmönnum, það var aldrei neitt vesen hjá honum. Annar hver leikmaður var á forsíðu DV út af einhverju, aldrei neitt á hann. Hann mætti alltaf.“

Ísland mætir Úkraínu og Frakklandi í næsut viku á heimavelli í undankeppni HM.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar fengu högg í Sviss í fyrsta leik Sambandsdeildarinnar – Gísli Gottskálk ónotaður varamaður

Blikar fengu högg í Sviss í fyrsta leik Sambandsdeildarinnar – Gísli Gottskálk ónotaður varamaður
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sú kynþokkafyllsta staðfestir að hún sé einhleyp með áhugaverðum hætti

Sú kynþokkafyllsta staðfestir að hún sé einhleyp með áhugaverðum hætti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rooney hjólar aðeins í Arne Slot – Segir að Amorim hefði verið slátrað fyrir sömu ákvörðun

Rooney hjólar aðeins í Arne Slot – Segir að Amorim hefði verið slátrað fyrir sömu ákvörðun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eru til í að ganga að verðmiða Arsenal

Eru til í að ganga að verðmiða Arsenal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill lítið gefa upp um fjaðrafokið í kringum fyrirhuguð skipti til Liverpool

Vill lítið gefa upp um fjaðrafokið í kringum fyrirhuguð skipti til Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Alonso í holu í Madríd – Lykilmenn í fréttum og sagðir ósáttir með hann

Alonso í holu í Madríd – Lykilmenn í fréttum og sagðir ósáttir með hann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arnar: „Rosalega mikill munur á því hvort fólk sé að röfla heima hjá sér eða mæti á völlinn“

Arnar: „Rosalega mikill munur á því hvort fólk sé að röfla heima hjá sér eða mæti á völlinn“
433Sport
Í gær

Valur segir frá kjaftasögu sem hann heyrði frá Hlíðarenda – „Af hverju ertu að skipta?“

Valur segir frá kjaftasögu sem hann heyrði frá Hlíðarenda – „Af hverju ertu að skipta?“
433Sport
Í gær

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Tommi Steindórs fer yfir vikuna og Arnar Gunnlaugs ræðir valið á hópnum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Tommi Steindórs fer yfir vikuna og Arnar Gunnlaugs ræðir valið á hópnum