Ruben Amorim verður ekki rekinn þó svo að Manchester United tapi gegn Sunderland í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Þetta kemur fram í The Athletic, en framtíð portúgalska stjórans hefur mikið verið milli tannanna á fólki.
Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá United frá því hann tók við fyrir tæpu ári síðan og margir stuðningsmenn vilja breytingar.
Sir Jim Ratcliffe og þeir sem ráða á Old Trafford eru þó sagðir staðráðnir í að gefa Amorim meiri tíma og verður hann því ekki rekinn þó liðið tapi gegn nýliðum Sunderland.
Leikurinn hefst klukkan 14 á morgun. Fyrir leik er Sunderland í fimmta sæti með ellefu stig, fjórum stigum meira en United sem er í fjórtánda sæti.