Bournemouth vann endurkomusigur á Fulham í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Mörkin létu á sér standa í kvöld en Ryan Sessegnon kom Fulham yfir á 70. mínútu leiksins.
Antoine Semenyo svaraði fyrir heimamenn tæpum tíu mínútum síðar og lagði svo upp annað mark fyrir Justin Kluivert á 84. mínútu.
Semenyo var í stuði og innsiglaði hann 3-1 sigur Bournemouth í blálokin.
Liðið hoppar þar með upp í annað sæti deildarinnar með 14 stig eftir sjö leiki, frábær byrjun hjá þeim.
Fulham situr í ellefta sætinu með 8 stig.