fbpx
Föstudagur 03.október 2025
433Sport

Amorim svarar Rooney – „Það tengist ekki kerfinu, að mínu mati“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 3. október 2025 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur svarað gagnrýni frá Wayne Rooney, sem lýsti því yfir í vikunni að hann hefði misst trú á Portúgalanum.

United situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa tapað þremur af fyrstu sex leikjum tímabilsins. Eftir 15. sæti á síðustu leiktíð fer þrýstingurinn nú vaxandi á Amorim.

Þegar Amorim var spurður út í ummæli Rooney svaraði hann. „Þetta er eðlilegt. Þú getur ekki flúið úrslitin, og síðan erum við líka að draga bagga frá síðasta tímabili. En fyrir mér skiptir síðasta tímabil engu máli,“ sagði Amorim.

Við höfum spilað sex leiki og tapað þremur. Við verðum að skoða þá leiki, töpuðum við gegn Arsenal út af kerfinu?“

„Þegar við mætum City hugsarðu þá fyrst um kerfið? Ég held ekki. Og gegn Brentford, mörkin sem við fáum á okkur og færin sem við búum til. Það tengist ekki kerfinu, að mínu mati.“

„Ég segi ekki að liðið spili betur í öðru kerfi eða ekki. Ég segi bara að úrslitin endurspegla ekki kerfið, það er mitt mat.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sú kynþokkafyllsta staðfestir að hún sé einhleyp með áhugaverðum hætti

Sú kynþokkafyllsta staðfestir að hún sé einhleyp með áhugaverðum hætti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland sár og svekktur – Segir þetta hafa vantað hjá City

Haaland sár og svekktur – Segir þetta hafa vantað hjá City
433Sport
Í gær

Vill lítið gefa upp um fjaðrafokið í kringum fyrirhuguð skipti til Liverpool

Vill lítið gefa upp um fjaðrafokið í kringum fyrirhuguð skipti til Liverpool
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Chelsea brjálaðir yfir nýjasta útspili Boehly og félaga

Stuðningsmenn Chelsea brjálaðir yfir nýjasta útspili Boehly og félaga