Bryan Mbeumo segir að leikmenn Manchester United verði að axla ábyrgð á slökum úrslitum liðsins og ekki bara skella skuldinni á leikkerfi Ruben Amorim.
United tapaði 3-1 á útivelli gegn Brentford um síðustu helgi og er nú undir mikilli pressu fyrir heimaleikinn gegn nýliðum Sunderland á laugardag.
Wayne Rooney, goðsögn hjá United, lýsti því yfir að hann hafi „enga trú“ á að Amorim og bætti við að sumir leikmenn ættu ekki skilið að klæðast treyjunni.
Mbeumo, 26 ára, sem kom til United frá Brentford í sumar fyrir 71 milljón punda, viðurkennir að liðið verði að standa sig betur eftir aðeins sjö stig í fyrstu sex deildarleikjunum og brotthvarf úr deildarbikarnum gegn Grimsby í vítaspyrnukeppni.
Framherjinn segir að það sé ekki nóg að kenna umdeildu 3-4-3 kerfi Amorim alfarið um stöðuna því bæting þurfi að eiga sér stað á öllum vígstöðum.
„Allir í liðinu þurfa að taka ábyrgð,“ sagði Mbeumo.
„Þegar þú spilar fyrir svona stórt félag, þá verða allir að vita hvað þeir eru að gera við þurfum að gera betur sem lið. Það er aðeins öðruvísi fyrir mig, en ég hef áður spilað í þessu kerfi líka.“
„Við höfum margt sem við getum byggt á, en það er okkar ábyrgð að finna styrkleikana og bæta okkur. Ég held ekki að það sé neitt að kerfinu sjálfu, þetta snýst um að við verðum betri á ákveðnum svæðum.“