fbpx
Fimmtudagur 02.október 2025
433Sport

Jóhann Berg setur stefnuna á landsliðið í golfi eftir að Arnar setti hann út í kuldann

433
Fimmtudaginn 2. október 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Al Dhafra hefur látið í sér heyra eftir að hafa ekki verið valinn í íslenska landsliðshópinn sem kynntur var í gær.

Kom það mörgum á óvart að Jóhann væri ekki valinn, hefur hann spilað 99 landsleiki fyrir hönd Íslands en ekki komið við sögu eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við.

Jóhann missti af fyrstu verkefnum liðsins vegna meiðsla en er heill heilsu í dag.

„Landsliðið í golfi næst á dagskrá,“
skrifaði Jóhann Berg í færslu á Instagram en miðað við orð landsliðsþjálfarans í gær er óvíst hvort Jóhann fái aftur kallið. Sagði Arnar að leikmenn í hópnum í dag væru framar honum í röðinni.

Jóhann hafði borðið fyrirliðabandið hjá liðinu um nokkurt skeið áður en Arnar tók við en hann ræddi ákvörðun sína við 433.is gær. „Það er hrikalega leiðinlegt með þessa síðustu þrjá glugga fyrir hann. Það er oft þannig í þessum blessuðu íþróttum að þegar einhver er frá kemur annar inn í staðinn og þegar hann stendur sig vel er þetta spurning um sanngirni þess að kippa þeim aðila út. Í þetta skiptið á hópurinn skilið að fá að halda áfram nánast óbreyttur,“ segir Arnar um málið í Íþróttavikunni á 433.is.

Arnar sagði frá því á blaðamannafundi í gær að hann hafi ekki rætt við Jóhann um það að hann yrði ekki valinn. Einhverjir setja spurningamerki við það, til að mynda sparkspekingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson.

„Hörmulegt svar og léleg vinnubrögð, því miður. Reynsluleysi sem landsliðsþjálfari líklega að segja til sín,“ sagði Hrafnkell á samfélagsmiðlinum X. Arnar var spurður að því hvort hann muni hafa samband við Jóhann nú þegar valið hefur verið opinberað.

„Það eru ýmsar pælingar sem maður þarf að fara í þegar maður gerist landsliðsþjálfari. Ég reyni að hafa mínar vinnureglur mjög skýrar. Ég er ekki að tilkynna leikmönnum sem voru ekki í síðasta hópi,“ sagði Arnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmenn Chelsea brjálaðir yfir nýjasta útspili Boehly og félaga

Stuðningsmenn Chelsea brjálaðir yfir nýjasta útspili Boehly og félaga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tölfræði sem setur gengi Hojlund á Old Trafford í samhengi

Tölfræði sem setur gengi Hojlund á Old Trafford í samhengi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Alonso í holu í Madríd – Lykilmenn í fréttum og sagðir ósáttir með hann

Alonso í holu í Madríd – Lykilmenn í fréttum og sagðir ósáttir með hann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arnar: „Rosalega mikill munur á því hvort fólk sé að röfla heima hjá sér eða mæti á völlinn“

Arnar: „Rosalega mikill munur á því hvort fólk sé að röfla heima hjá sér eða mæti á völlinn“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United reynir að fá æfingaleik í Sádí Arabíu til að fá aur í kassann

United reynir að fá æfingaleik í Sádí Arabíu til að fá aur í kassann
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk pillu frá félaga sem virðist hafa ræst – „„Þegar þú verður 25 prósent fífl og 75 prósent leiðtogi“

Fékk pillu frá félaga sem virðist hafa ræst – „„Þegar þú verður 25 prósent fífl og 75 prósent leiðtogi“