fbpx
Fimmtudagur 02.október 2025
433Sport

Arnar: „Rosalega mikill munur á því hvort fólk sé að röfla heima hjá sér eða mæti á völlinn“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. október 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er uppselt á leiki íslenska karlalandsliðsins gegn Úkraínu og Frakklandi hér heima í undankeppni HM síðar í mánuðinum. Af þessu er landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson stoltur.

„Ég er mjög stoltur af því en ég held að það sé alltaf gríðarlegur áhugi á landsliðinu. Það er bara svo rosalega mikill munur á því hvort fólk sé að röfla heima hjá sér eða á kaffistofum eða mæti á völlinn,“ segir hann í Íþróttavikunni hér á 433.is.

„Fólk mætir á völlinn af því að þeim finnst liðið spennandi. Það var okkar markmið að fá fólk aftur á völlinn og það er bara ein leið til þess, að sýna frammistöður. Það gerðist í síðasta glugga. Nú er okkar að halda því og ekki kasta því frá okkur í næsta glugga.

Fótboltaáhugamenn eru ekki vitlausir. Við erum með ungt lið, 70-80 prósent af liðinu eiga mörg ár eftir. Fólk sér bara að það eru spennandi hlutir að gerast,“ segir Arnar enn fremur.

Ísland mætir Úkraínu föstudaginn 10. október og Frakklandi þremur dögum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fékk pillu frá félaga sem virðist hafa ræst – „„Þegar þú verður 25 prósent fífl og 75 prósent leiðtogi“

Fékk pillu frá félaga sem virðist hafa ræst – „„Þegar þú verður 25 prósent fífl og 75 prósent leiðtogi“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gefur Arne Slot ráð – Verður að bekkja eina stærstu stjörnu liðsins til að laga hlutina

Gefur Arne Slot ráð – Verður að bekkja eina stærstu stjörnu liðsins til að laga hlutina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir ríkisstjórn Íslands setja stein í götu íþróttafélaga með veiðigjöldum

Segir ríkisstjórn Íslands setja stein í götu íþróttafélaga með veiðigjöldum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Carragher heldur áfram að hjóla í Arne Slot – „Ég held að topplið spili ekki þannig“

Carragher heldur áfram að hjóla í Arne Slot – „Ég held að topplið spili ekki þannig“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Elskar að spila fyrir Bayern en veit ekki hvað gerist næsta sumar

Elskar að spila fyrir Bayern en veit ekki hvað gerist næsta sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þekktur leikvangur jafnaður við jörðu – Á að vera klár eftir fimm ár

Þekktur leikvangur jafnaður við jörðu – Á að vera klár eftir fimm ár
433Sport
Í gær

Uppselt á báða leiki Íslands

Uppselt á báða leiki Íslands
433Sport
Í gær

Samúel opnar sig um brotthvarf Davíðs Smára

Samúel opnar sig um brotthvarf Davíðs Smára