Stuðningsmenn Chelsea sem ætla sér á leiki liðsins á Stamford Bridge í október hafa verið varaðir við að ferðalög til og frá leikjum geti orðið erfið vegna framkvæmda í lestarkerfinu í Lundúnum.
Bæði fyrir leikinn gegn Liverpool um helgina og þegar Sunderland kemur í heimsókn síðar í mánuðinum verða lokanir í kerfinu sem gætu tafið stuðningsmenn verulega. Félagið hefur hvatt fólk til að leggja tímanlega af stað og skoða aðra ferðamöguleika en vanalega.
Chelsea tekur á móti toppliði Liverpool á laugardag, í leik þar sem bæði lið verða án mikilvægra leikmanna.
Chelsea verður án Cole Palmer sem glímir við meiðsli, en hjá Liverpool er Alisson fjarri og Hugo Ekitike í miklum vafa.